Fimmti Már Gunnarsson var í baráttu um verðlaun í gærkvöld.
Fimmti Már Gunnarsson var í baráttu um verðlaun í gærkvöld. — Ljósmynd/ÍF
Már Gunnarsson hafnaði í fimmta sæti í 100 metra baksundi í flokki S11 á EM fatlaðra í sundi á portúgölsku eyjunni Madeira í gærkvöld.
Már Gunnarsson hafnaði í fimmta sæti í 100 metra baksundi í flokki S11 á EM fatlaðra í sundi á portúgölsku eyjunni Madeira í gærkvöld. Már, sem fékk næstbesta tímann í undanrásunum í gær, synti vegalengdina á 1:11,81 mínútu og var aðeins hálfri sekúndu frá bronsverðlaununum. Mykhailo Serbin frá Úkraínu fékk gullið á 1:10,28, Wojciech Makowski frá Póllandi varð annar á 1:10,61, Oleksander Artiukhov frá Úkraínu þriðji á 1:11,31 og Marco Meneses frá Portúgal fjórði á 1:11,40 mínútu.