Fljúgðu nefnist sýningu Huldu Vilhjálmsdóttur sem nú stendur yfir í NORR11, Hverfisgötu 18 í Reykjavík, og lýkur 17. júní. Sýningin er á vegum Listvals, ráðgjafarþjónustu sem aðstoðar við myndlistarval.
Fljúgðu
nefnist sýningu Huldu Vilhjálmsdóttur sem nú stendur yfir í NORR11, Hverfisgötu 18 í Reykjavík, og lýkur 17. júní. Sýningin er á vegum Listvals, ráðgjafarþjónustu sem aðstoðar við myndlistarval.
Á sýningunni Fljúgðu má sjá klippimálverk og portrettmyndir og í þeim fyrrnefndu veltir Hulda fyrir sér andstæðum á striganum, að því er segir í tilkynningu, fínleiki mætir hráleika, matt efni mætir glansandi og ljósir litir dekkri litum. Í sköpunarferlinu segist Hulda lifa sig inn í verkin og engin ein formúla höfð að leiðarljósi. Hulda hefur haldið fjölda bæði einka- og samsýninga heima og erlendis.