Myndlistartvíeykið og handhafar Íslensku myndlistarverðlaunanna í ár, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, verða með listamannaspjall í dag kl. 13 í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Myndlistartvíeykið og handhafar Íslensku myndlistarverðlaunanna í ár, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, verða með listamannaspjall í dag kl. 13 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Munu þau fjalla um inntak sýningarinnar
Töfrafundur – áratug síðar
sem þau standa að með Töfrateyminu. Sýningin er kafli í áratugalöngu og marglaga starfi listamannanna sem einkennist af félagslegri virkni og inngripi þar sem þau kanna tengslin á milli listar og aktívisma auk þess sem þau vinna með kynngi listarinnar og mögulegan kraft hennar til að stuðla að samfélagslegum breytingum, eins og segir í tilkynningu.