„Sýningin Andrými opnar á flæði á milli hins huglæga rýmis og hins áþreifanlega,“ segir í tilkynningu. Verk Ingu er unnið út frá hugmyndum um heimilið og þau efni sem mikilvægt er að taka með sér þegar flutt er á nýjan stað, verk Önnu Hallin er röð blekteikninga sem sækja innblástur í loftmyndir af flugmannvirkjum og hinar ýmsu tengingar á milli þeirra, verk Olgu fjallar um þversögn sem felst í manngerðri náttúru og skoðar skynjun okkar og skilning á náttúrunni og hvernig sú upplifun er klippt og skorin og verk Kristínar sækir í hringinn sem hina endalausu línu.