Kópavogur Oliver Sigurjónsson og Óli Valur Ómarsson í baráttu um boltann í leik Breiðabliks og Stjörnunnar þar sem Blikar unnu 4:0.
Kópavogur Oliver Sigurjónsson og Óli Valur Ómarsson í baráttu um boltann í leik Breiðabliks og Stjörnunnar þar sem Blikar unnu 4:0. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fótboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Víkingur og Valur eru á toppi Pepsi Max-deildar karla eftir viðburðaríka leiki gærkvöldsins, þó Reykjavíkurliðin tvö hafi reyndar látið sér nægja nauma 1:0 sigra gegn KA og Leikni.

Fótboltinn

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingur og Valur eru á toppi Pepsi Max-deildar karla eftir viðburðaríka leiki gærkvöldsins, þó Reykjavíkurliðin tvö hafi reyndar látið sér nægja nauma 1:0 sigra gegn KA og Leikni.

Víkingar lögðu KA á Dalvíkurvelli, 1:0, þar sem Nikolaj Hansen skoraði sigurmarkið, og þar með tapaði KA sínum fyrsta leik síðan í tólftu umferðinni á síðasta tímabili. Akureyrarliðið tapaði því ekki í þrettán deildarleikjum í röð en fékk svo sannarlega tækifæri til að koma í veg fyrir tap á Dalvík í gærkvöld. KA fékk vítaspyrnu í uppbótartímanum en Hallgrímur Mar Steingrímsson hitti ekki mark Víkinga sem sluppu með skrekkinn og fóru með stigin þrjú suður.

Í heildina var sigur Víkinga sanngjarn. Þeir náðu að koma KA úr sínum leik og voru lengstum með yfirhöndina. KA-menn naga sig eflaust í handarbökin fyrir að hafa ekki gripið stigið sem var í boði í lokin,“ skrifaði Einar Sigtryggsson m.a. um leikinn á mbl.is.

Pedersen bjargaði Val

Valsmenn lentu í miklu basli með nýliða Leiknis á Hlíðarenda en danski markaskorarinn Patrick Pedersen kom þeim til bjargar með sigurmarki á 86. mínútu, 1:0, eftir glæsilegan undirbúning sænska bakvarðarins Johannes Vall .

Pedersen er þar með orðinn sextándi markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi með 73 mörk. Hann fór uppfyrir tvær gamlar hetjur með þessu marki en Pétur Pétursson , Skagamaður og KR-ingur, og Keflvíkingurinn Steinar Jóhannsson gerðu báðir 72 mörk í deildinni.

Blikar hrukku í gang

Blikar hrukku heldur betur í gang eftir skellinn gegn Víkingum á dögunum og annan heimaleikinn í röð hrósuðu þeir 4:0 sigri. Nú gegn grönnum sínum úr Stjörnunni sem sitja fyrir vikið í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig.

Þetta er versta byrjun Stjörnunnar í deildinni frá árinu 2000 en þá fékk Garðabæjarliðið eitt stig úr fyrstu sex leikjunum og féll að lokum um haustið en þó með minnsta mun, á markatölu.

* Kristinn Steindórsson kom inná sem varamaður snemma leiks þegar markaskorarinn Thomas Mikkelsen fór meiddur af velli. Kristinn kom Blikum á bragðið eftir hálftíma leik.

* Árni Vilhjálmsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Blika eftir endurkomuna þegar hann kom þeim í 3:0. Hann varð um leið fjórði leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora 30 mörk í efstu deild karla.

* Daníel Laxdal , fyrirliði Stjörnunnar, spilaði sinn 300. deildaleik á ferlinum en hann er leikjahæstur Garðbæinga frá upphafi með 241 leik í úrvalsdeildinni og 59 í 1. deild.

„Eftir brösuga byrjun á Íslandsmótinu sýndu Blikar styrkleika sína í kvöld. Þeir börðust allir sem einn fyrir liðið, sérstaklega í seinni hálfleik, og var í raunar aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi eftir að annað markið kom,“ skrifaði Stefán Gunnar Sveinsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is.

Baráttuglaðir Skagamenn

Skagamenn kræktu í fyrsta sigurinn með sigri á HK í Kórnum, 3:1, þrátt fyrir að hafa átt í vök að verjast stóran hluta leiksins. HK-ingar áttu sláar- og stangarskot í stöðunni 1:1 en baráttuglaðir Skagamenn komust yfir með marki Viktors Jónssonar og vörðust af miklum krafti eftir það.

* Ingi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann innsiglaði sigur ÍA, 3:1, í uppbótartímanum. Ingi er bróðir Arnórs Sigurðssonar, landsliðsmanns hjá CSKA í Moskvu, og foreldrar þeirra, Margrét Ákadóttir og Sigurður Þór Sigursteinsson , léku með ÍA á sínum tíma og Margrét með íslenska landsliðinu.

„Það er áhyggjuefni fyrir HK að vera búið að leika fjóra heimaleiki í fyrstu fimm umferðunum án þess að vinna. Kórinn er ekki lengur það virki sem hann var áður og liðið er í basli. HK tókst ekki að vinna þrátt fyrir að vera miklu betri aðilinn. Hvenær kemur þá fyrsti sigurinn?“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is.

Enn fjögur gegn Keflavík

Fylkir vann sinn fyrsta leik og lagði Keflavík 4:2 en Keflvíkingar þurfa heldur betur að taka til í varnarleiknum hjá sér því þeir hafa nú fengið á sig fjögur mörk í þremur leikjum í röð.

* Orri Hrafn Kjartansson skoraði tvö marka Fylkis en þessi 19 ára gamli strákur hafði áður skorað eitt mark í deildinni, gegn KR undir lok síðasta tímabils.

*Ástralski framherjinn Joey Gibbs , sem skoraði 21 mark fyrir Keflavík í 1. deildinni í fyrra, komst loksins á blað í efstu deild. Hann skoraði seinna mark Keflvíkinga úr vítaspyrnu og minnkaði þá muninn í 4:2.

KA – VÍKINGUR R. 0:1

0:1 Nikolaj Hansen 61.

M

Steinþór Már Auðunsson (KA)

Þorri Mar Þórisson (KA)

Brynjar Ingi Bjarnason (KA)

Ásgeir Sigurgeirsson (KA)

Þórður Ingason (Víkingi)

Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)

Júlíus Magnússon (Víkingi)

Erlingur Agnarsson (Víkingi)

Nikolaj Hansen (Víkingi)

Dómari : Elías Ingi Árnason – 8.

Áhorfendur : 300.

HK – ÍA 1:3

1:0 Arnþór Ari Atlason 8.

1:1 Þórður Þ. Þórðarson 25.(v)

1:2 Viktor Jónsson 72.

1:3 Ingi Þór Sigurðsson 90.

M

Birnir Snær Ingason (HK)

Arnþór Ari Atlason (HK)

Örvar Eggertsson (HK)

Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)

Viktor Jónsson (ÍA)

Alexander Davey (ÍA)

Brynjar Snær Pálsson (ÍA)

Rautt spjald : Hallur Flosason (ÍA) 90.

Dómari : Egill Arnar Sigurþórsson – 6.

Áhorfendur : Um 300.

BREIÐABLIK – STJARNAN 4:0

1:0 Kristinn Steindórsson 29.

2:0 Viktor Örn Margeirsson 60.

3:0 Árni Vilhjálmsson 74.

4:0 Höskuldur Gunnlaugsson 90.

MM

Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðab.)

M

Damir Muminovic (Breiðabliki)

Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)

Árni Vilhjálmsson (Breiðabliki)

Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki)

Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)

Kristófer Konráðsson (Stjörnunni)

Dómari : Jóhann Ingi Jónsson – 8.

Áhorfendur : Um 450.

FYLKIR – KEFLAVÍK 4:2

0:1 Frans Elvarsson 3

1:1 Djair Parfitt-Williams 14.

2:1 Orri Hrafn Kjartansson 25.

3:1 Orri Sveinn Stefánsson 61.

4:1 Orri Hrafn Kjartansson 60.

4:2 Joey Gibbs 70.(v)

MM

Orri Hrafn Kjartansson (Fylki)

M

Ásgeir Eyþórsson (Fylki)

Unnar Steinn Ingvarsson (Fylki)

Orri Sveinn Stefánsson (Fylki)

Djair Parfitt-Williams (Fylki)

Magnús Þór Magnússon (Keflavík)

Frans Elvarsson (Keflavík)

Joey Gibbs (Keflavík)

Dómari : Pétur Guðmundsson – 8.

Áhorfendur : 443.

VALUR – LEIKNIR R. 1:0

1:0 Patrick Pedersen 86.

M

Johannes Björn Vall (Val)

Patrick Pedersen (Val)

Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)

Birkir Már Sævarsson (Val)

Rasmus Christiansen (Val)

Guy Smit (Leikni)

Bjarki Aðalsteinsson (Leikni)

Brynjar Hlöðversson (Leikni)

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leikni)

Dómari : Helgi Mikael Jónasson – 8.

Áhorfendur : Rúmlega 400.