Crüe eru með hressari mönnum.
Crüe eru með hressari mönnum. — AFP
Bið Það eru fleiri glyströll en Kiss í startholunum en „eitís“-goðin Mötley Crüe, Poison, Def Leppard og Joan Jett & The Blackhearts hafa frestað leikvangatúr sínum fram á sumarið 2022.
Bið Það eru fleiri glyströll en Kiss í startholunum en „eitís“-goðin Mötley Crüe, Poison, Def Leppard og Joan Jett & The Blackhearts hafa frestað leikvangatúr sínum fram á sumarið 2022. Upphaflega ætlaði hersingin af stað í fyrrasumar og aftur nú í sumar. Túrnum er frestað á ný til að tryggja að hægt verði að leika fyrir alla sem þegar hafa keypt miða. Sami hugurinn er þó eftir sem áður í mannskapnum. „Þessi fer í sögubækurnar!“ sagði í yfirlýsingu frá hópnum.