Mark Stefán Ingi Sigurðarson skoraði fyrir Eyjamenn í gær.
Mark Stefán Ingi Sigurðarson skoraði fyrir Eyjamenn í gær. — Ljósmynd/ÍBV
Þótt nýliðar Kórdrengja væru manni færri frá 13. mínútu náðu þeir jafntefli, 2:2, gegn ÍBV í 1. deild karla í fótbolta í Vestmannaeyjum í gærkvöld.
Þótt nýliðar Kórdrengja væru manni færri frá 13. mínútu náðu þeir jafntefli, 2:2, gegn ÍBV í 1. deild karla í fótbolta í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Þeir misstu Gunnlaug Fannar Guðmundsson af velli með rautt spjald en komust samt í 2:0 þegar Þórir Rafn Þórisson og Arnleifur Hjörleifsson skoruðu á 32. og 48. mínútu. Stefán Ingi Sigurðarson minnkaði muninn fyrir ÍBV á 60. mínútu og José Sito jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Eyjamenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn frekar og jafntefli var niðurstaðan.