Kate Winslet þykir sýna stjörnuleik.
Kate Winslet þykir sýna stjörnuleik. — AFP
Negla Bandarísku sjónvarpsþættirnir Mare of Easttown hafa verið að fá glimrandi dóma beggja vegna Atlantsála. Þannig gefur gagnrýnandi breska blaðsins The Guardian, Lucy Mangan, þeim fullt hús, fimm stjörnur.
Negla Bandarísku sjónvarpsþættirnir Mare of Easttown hafa verið að fá glimrandi dóma beggja vegna Atlantsála. Þannig gefur gagnrýnandi breska blaðsins The Guardian, Lucy Mangan, þeim fullt hús, fimm stjörnur. Á yfirborðinu hverfist Mare of Easttown, sem er í sjö hlutum, um morð sem lögreglukonan Mare Sheehan rannsakar en að sögn Mangan er snert á fjölmörgu öðru, svo sem samskiptum kynslóðanna. Fyrst og síðast segir hún að þættirnir séu stúdía í sorg, auk þess sem þeir sýni okkur óvenjulega hlið á Bandaríkjunum, fjarri glys og glaumi Hollywood. Þá sé um stjörnuleik að ræða, ekki síst hjá Kate Winslet, sem fer með aðalhlutverkið.