Dómkirkjan.
Dómkirkjan.
Hefðbundin dagskrá sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins verður haldin með lítils háttar takmörkunum á sjómannadaginn, sunnudaginn 6. júní, frá kl.

Hefðbundin dagskrá sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins verður haldin með lítils háttar takmörkunum á sjómannadaginn, sunnudaginn 6. júní, frá kl. 10 til 15 með minningarathöfn um drukknaða og týnda sjófarendur, sjómannamessu, heiðrun sjómanna og útvarpsviðtali um sögu sjómannadagsráðs. Eins og áður hefur komið fram verður Hátíð hafsins við Gömlu höfnina ekki haldin í ár vegna kórónuveirunnar.

Dagskráin hefst kl. 10 með minningarathöfn um drukknaða og týnda sjómenn við Fossvogskirkju

Athöfnin er öllum opin og sömuleiðis árleg sjómannamessa sem hefst í Dómkirkjunni klukkan 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, predikar.