Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Viðreisn var sögð stofnuð sem valkostur fyrir hægrimenn sem vildu villast inn í Evrópusambandið. Það var út af fyrir sig sérkennilegt. Enn sérkennilegra hefur þó verið að fylgjast með þessum flokki, bæði á þingi og í borgarstjórn, þar sem hann hefur reynt að renna saman við Samfylkingu og iðulega Pírata líka. Í Reykjavík sést enginn munur á þessum þremur flokkum. Þeir stíga sömu feilsporin í þéttum takti og eru komnir vel á veg með að setja höfuðborgina á höfuðið. Eitt af því undarlega sem þeir standa fyrir er að ganga hart fram í að ýta Reykjavíkurflugvelli út úr Reykjavík. Nýjasta æfingin í því sambandi er að flækjast fyrir því að Landhelgisgæslan geti haft aðstöðu fyrir þyrlur sínar og flugvélar.

Viðreisn var sögð stofnuð sem valkostur fyrir hægrimenn sem vildu villast inn í Evrópusambandið. Það var út af fyrir sig sérkennilegt. Enn sérkennilegra hefur þó verið að fylgjast með þessum flokki, bæði á þingi og í borgarstjórn, þar sem hann hefur reynt að renna saman við Samfylkingu og iðulega Pírata líka. Í Reykjavík sést enginn munur á þessum þremur flokkum. Þeir stíga sömu feilsporin í þéttum takti og eru komnir vel á veg með að setja höfuðborgina á höfuðið. Eitt af því undarlega sem þeir standa fyrir er að ganga hart fram í að ýta Reykjavíkurflugvelli út úr Reykjavík. Nýjasta æfingin í því sambandi er að flækjast fyrir því að Landhelgisgæslan geti haft aðstöðu fyrir þyrlur sínar og flugvélar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur réttilega brugðist við þessu með því að benda á að endurbætur þoli ekki bið og að hún muni óska eftir framkvæmdaleyfi hjá borginni til að bæta aðstöðuna, enda sé flugvöllurinn ekki á förum á næstu árum.

Við því bregst borgarfulltrúi meirihlutans í Reykjavík, Pawel Bartozek, með hótfyndni um að hann viti að nú sé prófkjörsvika hjá ráðherranum, rétt eins og það hafi eitthvað með þörf Gæslunnar á aðstöðu að gera. Þá gefur hann í skyn að Gæslan eigi að fara á Suðurnesin eða í Hvassahraun!

Nú þarf Landhelgisgæslan að halda í vonina um að fá að byggja upp á Reykjavíkurflugvelli. Mikil ógæfa er að hún þurfi að vera upp á furðuflokkinn Viðreisn komin í því sambandi.