Bikarmeistari Bjarki Már Elísson, fyrir miðju, fagnar bikarsigrinum með liðsfélögum sínum í Lemgo eftir sigurinn á Melsungen í gær.
Bikarmeistari Bjarki Már Elísson, fyrir miðju, fagnar bikarsigrinum með liðsfélögum sínum í Lemgo eftir sigurinn á Melsungen í gær. — Ljósmynd/TBV Lemgo Lippe
Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik varð í gær þýskur bikarmeistari með Lemgo og fagnaði sigri, 28:24, á löndum sínum Guðmundi Þ. Guðmundssyni og Arnari Frey Arnarssyni hjá Melsungen í úrslitaleiknum sem fram fór í Hamborg.

Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik varð í gær þýskur bikarmeistari með Lemgo og fagnaði sigri, 28:24, á löndum sínum Guðmundi Þ. Guðmundssyni og Arnari Frey Arnarssyni hjá Melsungen í úrslitaleiknum sem fram fór í Hamborg.

Lemgo vann þarna sinn fyrsta stóra titil í ellefu ár, eða frá því félagið vann EHF-bikarinn árið 2010, þá í annað sinn á fimm árum. Síðasta titilinn innan Þýskalands vann Lemgo árið 2003 þegar félagið varð þýskur meistari í annað skipti í sögunni. Bikarsigurinn er sá fjórði í röðinni hjá Lemgo sem síðast varð bikarmeistari árið 2002.

Melsungen var yfir stóran hluta fyrri hálfleiks en Lemgo sneri leiknum sér í hag með fjórum mörkum í röð undir lok hans, 15:12. Bjarki Már og félagar náðu eftir það fimm til sex marka forskoti sem þeir létu ekki af hendi.

Bjarki skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo í leiknum en Arnar náði ekki að skora fyrir Melsungen.