Hjörtur Matthías Skúlason
Hjörtur Matthías Skúlason
Hjörtur Matthías Skúlason opnaði sýninguna Dans á kaffihúsinu Mokka í gær, föstudag. „Dans er eitt af tungumálum listarinnar þar sem orðaforðinn er óendanlegur. Er hægt að binda augnablik eða tilfinningu dansins í fast form?

Hjörtur Matthías Skúlason opnaði sýninguna Dans á kaffihúsinu Mokka í gær, föstudag. „Dans er eitt af tungumálum listarinnar þar sem orðaforðinn er óendanlegur. Er hægt að binda augnablik eða tilfinningu dansins í fast form? Að hlutgera horfnar stundir?“ skrifar hann um sýninguna en á henni má sjá skúlptúra og prentuð myndverk.

Hjörtur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í vöruhönnun árið 2013 og hluta námsins tók hann við Goldsmith-myndlistar- og hönnunarháskólann í London. Sýningin stendur til 28. júlí.