— AFP
Lögreglan í Hong Kong lokaði í gær Viktoríugarðinum svonefnda, en hann hefur í gegnum tíðina verið notaður til að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989, þegar kínverskar hersveitir börðu á bak aftur friðsamleg mótmæli í Peking.

Lögreglan í Hong Kong lokaði í gær Viktoríugarðinum svonefnda, en hann hefur í gegnum tíðina verið notaður til að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989, þegar kínverskar hersveitir börðu á bak aftur friðsamleg mótmæli í Peking.

Allar minningarathafnir um atburðina hafa nú verið bannaðar í Hong Kong, og var leitað á öllum sem hugðust leggja leið sína í garðinn. Engu að síður mátti sjá marga íbúa borgarinnar kveikja á kertum eða sýna samstöðu með fórnarlömbum með öðrum hætti.