Örn Árnason
Örn Árnason
Listafélagið Kalman stendur fyrir þrennum tónleikum á næstunni. Í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20 syngja og sprella vinirnir Örn Árnason leikari og söngvari, Óskar Pétursson söngvari og Jónas Þórir píanóleikari.

Listafélagið Kalman stendur fyrir þrennum tónleikum á næstunni. Í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20 syngja og sprella vinirnir Örn Árnason leikari og söngvari, Óskar Pétursson söngvari og Jónas Þórir píanóleikari. Öll lögin á efnisskránni tengjast sjómennsku, sól og sumri. Þess má geta að virnirnir halda á eigin vegum tónleika í Víðistaðakirkju í dag kl. 16 og í Bústaðakirkju á morgun kl. 17.

Aðrir tónleikar á vegum Listafélagsins Kalman verða á morgun kl. 17 þar sem Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari flytja tónlist eftir franska tónskáldið Michel Legrand. Þriðju tónleikarnir verða á þriðjudag kl. 20, en þar flytur Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir allar sex einleikssellósvítur Johanns Sebastians Bachs. Allir tónleikarnir á vegum Listafélagsins Kalman eru í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi. Miðasala er á tix.is.