Kristín Þorkelsdóttir
Kristín Þorkelsdóttir
Leiðsögn um sýninguna Kristín Þorkelsdóttir verður veitt á morgun, sunnudag 6. júní, kl. 14 í Hönnunarsafni Íslands. Sýningarstjórarnir Birna Geirfinnsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir sjá um leiðsögnina.

Leiðsögn um sýninguna Kristín Þorkelsdóttir verður veitt á morgun, sunnudag 6. júní, kl. 14 í Hönnunarsafni Íslands. Sýningarstjórarnir Birna Geirfinnsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir sjá um leiðsögnina. Á sýningunni má sjá verk hönnuðarins Kristínar Þorkelsdóttur sem flestir Íslendingar ættu að kannast við þar sem hana má finna við hversdagslegustu aðstæður, t.d. inni í ísskápum, ofan í töskum og við hefðbundið borðhald, eins og því er lýst á vef safnsins. Kristín hannaði fjölmargar umbúðir matvæla sem enn eru notaðar í dag og einnig núgildandi peningaseðlaröð sem hún vann að með hönnuðinum Stephen Fairbairn. Einnig hefur hún hannað fjölda auglýsinga, bóka og þjóðþekktra merkja. Á sýningunni má m.a. sjá skissur Kristínar að ýmsum verkum og einnig óséð verk.

Sýningin var opnuð 20. maí síðastliðinn og lýkur 30. janúar á næsta ári. Aðgangseyrir að safninu gildir að leiðsögninni á morgun.