Samstarfsverkefninu Global Music Match var hleypt af stokkunum í fyrra og þótti heppnast afar vel og verður því endurtekið í ár og hefst 7. júní.

Samstarfsverkefninu Global Music Match var hleypt af stokkunum í fyrra og þótti heppnast afar vel og verður því endurtekið í ár og hefst 7. júní. Í því taka þátt 78 tónlistarmenn frá 17 löndum og fjórum heimsálfum og fyrir Íslands hönd verður það Ösp Eldjárn. Er þetta talið stærsta tónlistarsamstarfsverkefni heims og næstu þrjá mánuði mun Ösp vinna með fjölda tónlistarmanna að tónlist yfir samfélagsmiðla, að því er segir í tilkynningu. Markmiðið er að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu tónlistarfólks innan þjóðlagatónlistar á tímum heimsfaraldursins. Í fyrra tóku Svavar Knútur, Brek og Ásgeir Ásgeirsson þátt í verkefninu fyrir Ísland.

Global Music Match hefst mánudaginn 6. júní og stendur til 29. ágúst. Finna má frekari upplýsingar á globalmusicmatch.com og með því að skoða #GlobalMusicMatch á samfélagsmiðlum.