Dómur Aðsetur Héraðsdóms Norðurlands eystra á Akureyri.
Dómur Aðsetur Héraðsdóms Norðurlands eystra á Akureyri.
Hlynur Jónsson lögmaður var hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra, að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Dómsmálararáðherra skipar í embættið.

Hlynur Jónsson lögmaður var hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra, að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda.

Dómsmálararáðherra skipar í embættið.

Embættið var auglýst laust til umsóknar 26. mars sl. Alls bárust fjórar umsóknir um embættið, frá Hlyni, Herdísi Hallmarsdóttur lögmanni, Oddi Þorra Viðarssyni lögfræðingi og Sigurði Jónssyni lögmanni.

Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson og Ragnheiður Harðardóttir.