— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hraun flæddi yfir gönguleiðina við hinn svokallaða Gónhól í gærmorgun. Af Gónhóli er útsýni yfir eldgosið í Geldingadölum og hafa margir lagt leið sína þangað að undanförnu. Nú er það ekki hægt lengur enda er hóllinn umkringdur hrauni.

Hraun flæddi yfir gönguleiðina við hinn svokallaða Gónhól í gærmorgun. Af Gónhóli er útsýni yfir eldgosið í Geldingadölum og hafa margir lagt leið sína þangað að undanförnu. Nú er það ekki hægt lengur enda er hóllinn umkringdur hrauni. Rennsli hraunsins var viðbúið og hafði lögreglan lokað svæðinu fyrir nokkrum dögum. Ekki er vitað til þess að neinn hafi lent í hættu á svæðinu, en vont veður var þar í gær. 4