Roman Protasevich
Roman Protasevich — AFP
Sjónvarpsútsending af hvítrússneska blaðamanninum Roman Protasevich hefur verið gagnrýnd víða um veröld.

Sjónvarpsútsending af hvítrússneska blaðamanninum Roman Protasevich hefur verið gagnrýnd víða um veröld.

Í útsendingunni, sem birtist í fyrradag, sést Protasevich tárvotur hrósa forseta landsins, Alexander Lukashenko, og viðurkenndi hann jafnframt að hafa reynt að steypa forsetanum af stóli með því að skipuleggja mótmæli gegn ríkisstjórninni. Protasevich var handtekinn í Minsk í maí.

Fjölskylda Protasevich segir að hann hafi verið neyddur til játningar. Greinileg för séu eftir handjárn á úlniðum Protasevich og hann hafi verið pyntaður. Faðir hans segir það hafa verið kvalræði að horfa á viðtalið og sonur sinn hefði aldrei sagt hluti sem þessa ótilneyddur.