Orri Huginn Ágústsson
Orri Huginn Ágústsson
Söngleikurinn Djúpt inn í skóg (e. Into the Woods ) verður sýndur um helgina, 5. og 6. júní, í Gaflaraleikhúsinu og er þar á ferðinni áttunda uppsetning söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz.

Söngleikurinn Djúpt inn í skóg (e. Into the Woods ) verður sýndur um helgina, 5. og 6. júní, í Gaflaraleikhúsinu og er þar á ferðinni áttunda uppsetning söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz. Segir í honum af bakarahjónum sem eiga sér þá ósk að eignast barn, Öskubusku sem langar í betra líf og á ball og Jóa sem óskar þess að kýrin hans mjólki. „Þegar bakarinn kemst að því að nornin í næsta húsi hefur lagt á hann álög hefst ferðalag sem leiðir persónurnar djúpt inn í skóg í leit að ósk sinni og það sem þær gera þar hefur afdrifaríkar afleiðingar. Gættu þín á hvers þú óskar þér... því óskin gæti ræst,“ segir í tilkynningu um söguþráðinn.

Tónlist og texta samdi Stephen Sondheim og handritið James Lapine. Söngleikurinn var frumsýndur árið 1986 og hefur unnið til fjölda verðlauna, m.a. Tony-verðlaun fyrir tónlist og handrit. Um leikstjórn og sviðshreyfingar sér Orri Huginn Ágústsson og Einar Aðalsteinsson þýddi verkið en aðlögun hennar var í höndum Orra og Þórs Breiðfjörð.

Miðasala fer fram á tix.is.