Ræða Pútín talaði um bætt tengsl við Bandaríkin á efnahagsráðstefnu.
Ræða Pútín talaði um bætt tengsl við Bandaríkin á efnahagsráðstefnu. — AFP
Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagðist í gær vonast eftir að geta bætt erfið tengsl á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, munu hittast á leiðtogafundi síðar í mánuðinum en þetta er í fyrsta sinn sem þeir funda.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagðist í gær vonast eftir að geta bætt erfið tengsl á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, munu hittast á leiðtogafundi síðar í mánuðinum en þetta er í fyrsta sinn sem þeir funda.

Fundurinn mun fara fram í Genf í Sviss 16. júní en samband landanna tveggja hefur einkennst í mörg ár af mikilli spennu. „Við þurfum að finna leiðir til þess að koma reglu á þessi samskipti,“ sagði Pútín á alþjóðlegri efnahagsráðstefnu í Sankti-Pétursborg og bætti við að tengsl ríkjanna væru nú á „lágu stigi“.

Vill ná fram stöðugleika

Pútín sagði að á fundinum yrði rætt um stefnumótun til þess að ná fram stöðugleika og um lausn alþjóðlegra átaka.„Rússland á ekki í neinum ágreiningi við Bandaríkin,“ sagði Pútín. „Þeir hafa aðeins einn ágreining við okkur; þeir vilja halda aftur af þróun Rússlands, þeir tala um það opinberlega.“ urdur@mbl.is