Tríó Hrönn, Margrét og Ármann.
Tríó Hrönn, Margrét og Ármann.
Vorljóð er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í dag, 5. júní, kl. 17 í Hafnarborg í Hafnarfirði og eru hluti af Björtum dögum.
Vorljóð er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í dag, 5. júní, kl. 17 í Hafnarborg í Hafnarfirði og eru hluti af Björtum dögum. Á þeim verða flutt verk fyrir sópran, klarinettu og píanó og á efnisskránni þýsk ljóð og sönglög lituð með íslenskum ljóðum inn á milli.

Flutt verða tvö sönglög úr ljóðaflokknum Sechs deutsche Lieder eftir Louis Spohr og „Hirðirinn á hamrinum“ eftir Franz Schubert. Einnig verður flutt „Wir geniessen die himmlischen Freuden“, „Smálög um þögnina“ eftir Tryggva Baldvinsson og sönglög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur, auk fleiri verka. Flytjendur eru Margrét Hrafnsdóttir sópransöngkona, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Ármann Helgason klarinettuleikari. Aðgangur er ókeypis.