Gísli Einarsson og Guðni Th. Jóhannesson í Jafnaskarðsskógi.
Gísli Einarsson og Guðni Th. Jóhannesson í Jafnaskarðsskógi. — Ljósmynd/Jón Heiðarsson
„Ég er einn af þeim sem tóku þátt í að stofna Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs sem var stofnað núna 1. mars,“ segir Gísli Einarsson fjölmiðlamaður í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar.
„Ég er einn af þeim sem tóku þátt í að stofna Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs sem var stofnað núna 1. mars,“ segir Gísli Einarsson fjölmiðlamaður í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar. Sökum heimsfaraldursins hóf ferðafélagið ekki starfsemi fyrr en síðustu helgi og segir Gísli það nú komið á fulla ferð. Hann segir gráupplagt fyrir sumarbústaðaeigendur á svæðinu að skrá sig í félagið og fylgjast með þeim göngum sem fram undan eru en þær verði að meðaltali annan hvern laugardag í sumar ásamt tilfallandi ferðum inn á milli. Viðtalið við Gísla má nálgast í heild sinni á K100.is.