Klaus Meine er enn í fullu fjöri.
Klaus Meine er enn í fullu fjöri.
Ódrepandi Þýska rokkbandið Scorpions er hvergi af baki dottið enda þótt máttarstólparnir Klaus Meine og Rudolf Schenker séu komnir á áttræðisaldurinn.
Ódrepandi Þýska rokkbandið Scorpions er hvergi af baki dottið enda þótt máttarstólparnir Klaus Meine og Rudolf Schenker séu komnir á áttræðisaldurinn. Sá fyrrnefndi varð 73 ára á dögunum og upplýsti af því tilefni á samfélagsmiðlum að bandið hefði nýtt tímann vel í heimsfaraldrinum og að ný breiðskífa væri hér um bil tilbúin. Hún er sú tuttugasta í röðinni en Scorpions var stofnuð í Hannover árið 1965. „Við erum að hljóðblanda hana í augnablikinu og getum ekki beðið eftir því að koma plötunni í umferð svo þið getið hlýtt á hana,“ skrifaði Meine og bætti við að hann hlakkaði ekki síður til að komast í tónleikaferðalag á næsta ári.