Högni Kristjánsson
Högni Kristjánsson
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú lokað rannsókn sinni á bindandi álitum skattayfirvalda í EFTA-ríkjunum þremur sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, Íslandi, Noregi og Liechtenstein, og hefur ekki fundið nein dæmi um að álitin séu ósamrýmanleg...

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú lokað rannsókn sinni á bindandi álitum skattayfirvalda í EFTA-ríkjunum þremur sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, Íslandi, Noregi og Liechtenstein, og hefur ekki fundið nein dæmi um að álitin séu ósamrýmanleg reglum EES-samningsins um ríkisaðstoð, sem samsvara reglum um ríkisaðstoð í ríkjum Evrópusambandsins.

Fram kemur á heimasíðu ESA, að stofnunin hóf rannsóknina að eigin frumkvæði og var hún gerð samhliða rannsókn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á bindandi álitum skattyfirvalda í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Eftirlitsstofnun EFTA hefur eftirlit með framkvæmd og beitingu EES-samningsins af hálfu EFTA/EES-ríkjanna. Stofnunin hefur aðsetur í Brussel og situr Högni Kristjánsson í stjórn ESA fyrir hönd Íslands.