Sjómannadagur Sérstök dagskrá verður í Árbæjarsafni á morgun.
Sjómannadagur Sérstök dagskrá verður í Árbæjarsafni á morgun. — Ljósmyndir/Guðrún Helga Stefánsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Lífið á eyrinni er yfiskrift dagskrár í Árbæjarsafni á morgun, sjómannadaginn, frá kl. 13-16.

Lífið á eyrinni er yfiskrift dagskrár í Árbæjarsafni á morgun, sjómannadaginn, frá kl. 13-16. Í tilefni dagsins býðst gestum að kynnast verkum tengdum sjósókn sem unnin voru í landi hér á árum áður, eins og netagerð og saltfiskverkun þar sem saltfiskur er vaskaður og þurrkaður upp á gamla mátann. Eins geta gestir skoðað heimili tómthúsmanna, en hús þeirra sem unnu við sjávarútveg og höfðu ekki afnot af jörð kölluðust tómthús.

Í Árbæjarsafni eru tveir steinbæir tómthúsmanna, Nýlenda og Hábær. Í haga er að finna kindur og lömb og í Dillonshúsi verður heitt á könnunni og heimilislegar veitingar, eins og segir í fréttatilkynningu frá Árbæjarsafni. Ókeypis aðgangur er fyrir börn og öryrkja.