Sjóminjasafnið Aðgangur verður ókeypis á safnið á sjómannadaginn.
Sjóminjasafnið Aðgangur verður ókeypis á safnið á sjómannadaginn. — Ljósmynd/Sjóminjasafnið
Í tilefni sjómannadagsins á morgun verður ókeypis í Sjóminjasafnið í Reykjavík. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri verður með leiðsögn um sýningar safnsins kl. 13 og 15 og þá verður einnig boðið upp á leiðsögn um borð í varðskipinu Óðni kl. 11 og 14.

Í tilefni sjómannadagsins á morgun verður ókeypis í Sjóminjasafnið í Reykjavík. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri verður með leiðsögn um sýningar safnsins kl. 13 og 15 og þá verður einnig boðið upp á leiðsögn um borð í varðskipinu Óðni kl. 11 og 14.

Á safninu má finna grunnsýninguna Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár sem fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000.

Þá má einnig finna sýninguna Melckmeyt 1659 á safninu en þar fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir neðansjávarfornleifafræði og valda þætti úr sögu hollenska kaupskipsins Melckmeyt, sem strandaði við Flatey á Breiðafirði á 17. öld.