Guðný Árnadóttir fæddist 5. júní 1813 í Fljótsdal, N-Múl. Ein heimild segir á Valþjófsstað en önnur á Víðivöllum. Foreldrar hennar voru hjónin Árni Stefánsson. f. 1783, d. 1864, og Hallgerður Grímsdóttir, f. 1789, d. 1840.

Guðný Árnadóttir fæddist 5. júní 1813 í Fljótsdal, N-Múl. Ein heimild segir á Valþjófsstað en önnur á Víðivöllum. Foreldrar hennar voru hjónin Árni Stefánsson. f. 1783, d. 1864, og Hallgerður Grímsdóttir, f. 1789, d. 1840.

Guðný var nefnd Skáld-Guðný og var sögð hraðkvæðust skálda að Símoni Dalaskáldi undanskildum. Eftir hana liggur mikið af skáldskap og árið 2020 var gefin út bókin Hugurinn einatt hleypur minn með ljóðum hennar.

Guðný fór í vinnumennsku á prestssetrið á Hallormsstað árið 1835 og árið 1839 eignaðist hún þar soninn Árna, en barnsfaðir hennar drukknaði í Lagarfljóti árið 1838. Hún giftist árið 1841 Bjarna Ásmundssyni, f. 1800, d. 1864, og voru þau lengst af í húsmennsku á ýmsum bæjum á Héraði. Þau eignuðust fjögur börn sem komust upp, auk Árna. Árið 1861 fluttu þau að Skriðuklaustri til Þóru systur hennar og þar orti hún sín þekktustu kvæði.

Eftir lát eiginmanns síns flutti Guðný til Bjarna sonar síns í Hvalnesi í Lóni. Þar varð hún ljósmóðir Bæjarhreppsumdæmis, sem er í Lóni, 1873-1887, og naut fullra launa frá 1878.

Guðný lést 3. júní 1897.