Danshöfundur Steinunn Ketilsdóttir.
Danshöfundur Steinunn Ketilsdóttir. — Morgunblaðið/Hari
Dansverk skapað í rauntíma, The Practice Performed , verður flutt á sameiginlegri hátíð Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival, Vorblóti, í kvöld kl. 20 í Tjarnarbíói.

Dansverk skapað í rauntíma, The Practice Performed , verður flutt á sameiginlegri hátíð Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival, Vorblóti, í kvöld kl. 20 í Tjarnarbíói.

„Í verkinu eru allir þættir verksins – hreyfingar, hljóð og ljós – skapaðir í augnablikinu og til verður einstök sýning í hvert einasta skipti sem verkið er flutt. Hugmyndin er að skapa marglaga heim þar sem áhorfandanum gefst tækifæri til þess að upplifa hið brothætta augnablik þegar ákvarðanir eru teknar í sköpun,“ segir m.a. á vef hátíðarinnar. Verkið er ein birtingarmynda rannsóknarverkefnisins EXPRESSIONS: the power and politics of expectations in dance sem danshöfundurinn Steinunn Ketilsdóttir leiðir.

Í dag kl. 13 mun Reykjavík Dance Festival bjóða öllum börnum að koma að dansa við taktfasta tónlist DJ Ívars Péturs á Dansverkstæðinu og á morgun lýkur hátíðinni svo með sýningu á verki Ragnheiðar Sigurðardóttur Bjarnason, Hvítt , í Tjarnarbíói kl. 20.