Skömmu eftir opnun markaða í gærmorgun tilkynnti Gildi lífeyrissjóður að hlutur hans í Icelandair Group væri farinn undir 5%.
Skömmu eftir opnun markaða í gærmorgun tilkynnti Gildi lífeyrissjóður að hlutur hans í Icelandair Group væri farinn undir 5%. Hefur sjóðurinn jafnt og þétt selt sig niður í félaginu og í síðustu vendingum fækkaði hlutum í eigu hans um 56,8 milljónir hluta. Fer sjóðurinn nú með 4,84% hlut í flugfélaginu og að baki honum standa 1.376,5 milljónir hluta. Eru þeir miðað við dagslokagengi Icelandair í Kauphöll í gær metnir á ríflega tveir milljarða króna. Stærsti hluthafi flugfélagsins er nú Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og á hann í gegnum A- og B-deildir sínar ríflega 5% hlut.