Bókaútgáfan Forlagið var rekin með rúmlega fimmtán milljóna króna tapi á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Árið 2019 var hins vegar hagnaður af rekstri fyrirtækisins upp á 23 milljónir króna.

Bókaútgáfan Forlagið var rekin með rúmlega fimmtán milljóna króna tapi á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Árið 2019 var hins vegar hagnaður af rekstri fyrirtækisins upp á 23 milljónir króna.

Eignir Forlagsins námu 1,5 milljörðum króna í lok síðasta árs og drógust þær saman um tæp þrjú prósent á milli ára. Eigið fé fyrirtækisins er 703 milljónir króna og dróst það saman um rúm tvö prósent á milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins er 47%.

Tekjur Forlagsins á síðasta ári voru 927 milljónir króna en voru tæplega 1,1 milljarður árið á undan, sem er 13% lækkun.

Kostnaður vegna sölu bréfa

Í ársreikningum er Covid-19-faraldurinn nefndur sem ástæða verri afkomu á árinu. Þá hafi komið til einskiptiskostnaður vegna mögulegrar sölu á hlutabréfum í félaginu sem gekk ekki eftir. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu á sínum tíma hugðist streymisveitan Storytel kaupa 70% hlut í fyrirtækinu. Frá því var fallið. tobj@mbl.is