60 ára Jónas Geirsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en býr á Akranesi. Hann lauk námi í tannlækningum frá HÍ og meistaranámi í tannfyllingu og tannsjúkdómafræði frá Háskólanum í Norður-Karólínu, BNA.
60 ára Jónas Geirsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en býr á Akranesi. Hann lauk námi í tannlækningum frá HÍ og meistaranámi í tannfyllingu og tannsjúkdómafræði frá Háskólanum í Norður-Karólínu, BNA. Jónas hefur verið tannlæknir á Akranesi frá 1988 og lektor við tannlæknadeild HÍ frá 2006.

Jónas hefur setið í stjórn Stangveiðifélags Akraness í um 30 ár og einnig í stjórn Landssambands stangveiðifélaga. „Ég var að koma frá Laxá í Mývatnssveit en ég byrja alltaf tímabilið þar, næst á dagskrá er opnun Veiðivatna. Ég hef mjög gaman af veiðiskap, bæði stangveiði og skotveiði. Ég hef reyndar gaman af allri útivist og er þessa stundina að byggja sumarbústað í Hafnarskógi.“ Jónas hefur verið knattspyrnudómari frá 1992. „Þetta er skemmtilegt starf í góðum félagsskap auk þess að halda manni í þokkalegu formi.“

Fjölskylda Eiginkona Jónasar er Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir, f. 1964, upplýsingafræðingur. Börn þeirra eru Trausti Geir, f. 1990, og Dagmar Elsa, f. 1993. Foreldrar Jónasar voru Geir Christensen, f. 1927, d. 2012, rafvirkjameistari og útsendingarstjóri í Ríkisútvarpinu, og Guðrún Eðvaldsdóttir, f. 1937, húsmóðir, búsett í Reykholti í Biskupstungum.