Julianne Moore fer með aðalhlutverkið.
Julianne Moore fer með aðalhlutverkið. — AFP
Spenna Aðdáendur spennukóngsins Stephens Kings sprikla sjálfsagt af gleði þessa dagana en nýir þættir í átta hlutum, byggðir á bókinni sem King hefur sjálfur viðurkennt að hann haldi mest upp á af verkum sínum, Lisey's Story, voru frumsýndir á...
Spenna Aðdáendur spennukóngsins Stephens Kings sprikla sjálfsagt af gleði þessa dagana en nýir þættir í átta hlutum, byggðir á bókinni sem King hefur sjálfur viðurkennt að hann haldi mest upp á af verkum sínum, Lisey's Story, voru frumsýndir á efnisveitunni Apple TV+ á föstudaginn. Í forgrunni er Lisey Landon, sem Julianne Moore leikur, sem verjast þarf ágangi fræðimanna og aðdáenda eiginmanns hennar heitins, sem var frægur rithöfundur. „Er meira efni til?“ grenja þeir af óþreyju. Á sama tíma þarf Lisey að kljást við bældar minningar úr hjónabandi þeirra sem hún hefur vísvitandi lokað úti. Leikstjóri er Pablo Larraín frá Chile en með önnur helstu hlutverk fara Clive Owen, Joan Allen, Jennifer Jason Leigh og Dane DeHaan.