— Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir eru í fullum gangi í grunni Nýja Landspítalans við Hringbrot. Starfsmenn hjá vertakanum Eykt unnu við það í vikunni að reisa stærsta kranann sem notaður verður við byggingu spítalans.

Framkvæmdir eru í fullum gangi í grunni Nýja Landspítalans við Hringbrot. Starfsmenn hjá vertakanum Eykt unnu við það í vikunni að reisa stærsta kranann sem notaður verður við byggingu spítalans.

„Verkefnið gengur vel hjá okkur og nú er búið að leggja niður um 6.300 rúmmetra af steypu í þrifalög og undirstöður. Hvað rúmmál varðar þá er steypuvinna við undirstöður um það bil hálfnuð. Vinna er byrjuð hjá okkur við fyllingar innan í sökkla og gerum við ráð fyrir að steypa fyrstu botnplötu í þessum mánuði,“ segir Ingvar Stefánsson, verkefnisstjóri hjá Eykt, í nýjustu framkvæmdafréttum Nýja Landspítalans.