Una Björg Magnúsdóttir
Una Björg Magnúsdóttir
Sýning Unu Bjargar Magnúsdóttur, Hæg sena , verður opnuð í Y galleríi í Hamraborg þar sem áður var bensínstöð Olís.

Sýning Unu Bjargar Magnúsdóttur, Hæg sena , verður opnuð í Y galleríi í Hamraborg þar sem áður var bensínstöð Olís. Y er rekið af Olgu Lilju Ólafsdóttur og Sigurði Atla Sigurðssyni og er Una Björg fyrst til að sýna i galleríinu en hún hlaut fyrr á árinu hvatningarverðlaun íslensku myndlistarverðlaunanna.

Verk sýningarinnar skoða hvernig við nálgumst myndmál eftir því í hvaða form það er sett, segir í tilkynningu, og spyrja hvort hefðir handverksins hafi mátt til þess að upphefja og færa merkingu og vigt í hversdagsleg augnablik sem verði til og hverfi á svipstundu og oft án þess að nokkur taki eftir þeim.