Úlfur Karlsson
Úlfur Karlsson
Grímulaus veisla nefnist sýning á verkum Úlfs Karlssonar sem opnuð verður í dag, laugardag, kl. 16 í Galleríi Úthverfu á Ísafirði. „Eftir undanfarið Covidtímabil með heftum samböndum og innilokun langar okkur að halda veislu.
Grímulaus veisla nefnist sýning á verkum Úlfs Karlssonar sem opnuð verður í dag, laugardag, kl. 16 í Galleríi Úthverfu á Ísafirði. „Eftir undanfarið Covidtímabil með heftum samböndum og innilokun langar okkur að halda veislu. Hitta fólk og og jafnvel faðmast þegar við á. En í málverkunum búa karakterarnir í sinni eigin veröld, grímulausir, óttast alls konar, gera alls konar og gleðjast hvort sem það er viðeigandi eða ekki. Þeirra veisla er alltaf grímulaus,“ segir m.a. í tilkynningu um sýninguna.

Úlfur er með diplómu frá Kvikmyndaskóla Íslands og Myndlistarskólanum á Akureyri og útskrifaðist með BA-gráðu frá Listaháskólanum í Gautaborg árið 2012.