Skólakrakkar Fá mögulega að sofa lengur út á næstu árum en þeir gera nú.
Skólakrakkar Fá mögulega að sofa lengur út á næstu árum en þeir gera nú. — Morgunblaðið/Eggert
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vill seinka upphafi kennsludaga í grunnskólum Reykjavíkur í þeim tilgangi að auka svefn barna og unglinga.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vill seinka upphafi kennsludaga í grunnskólum Reykjavíkur í þeim tilgangi að auka svefn barna og unglinga.

Borgarstjóri ræddi erindið á opnum fundi um lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar í gær en hann lagði til að farið yrði í tilraunaverkefni þar sem skólar í borginni hefji kennslu seinna en vaninn er, eða klukkan níu á morgnana.

Í samtali við mbl.is sagði Dagur að verkefnið væri búið að vera í undirbúningi frá því í byrjun árs í samstarfi við embætti landlæknis og dr. Erlu Björnsdóttur en borgarstjóri vonast eftir að fá alla vega tvo skóla til að taka þátt svo hægt sé að gera samanburð. „Það er svo magnað að svefn hefur svo ótrúleg áhrif á hvernig okkur líður, hvað okkur gengur vel í skólanum, hvort við erum líkleg til að hreyfa okkur og hvort við séum líkleg til að fá kvíða- eða þunglyndiseinkenni.“