Flæði Sigga Björg teiknar hömlulaust.
Flæði Sigga Björg teiknar hömlulaust.
Stanslaus titringur nefnist sýning Siggu Bjargar Sigurðardóttur sem opnuð verður í dag, laugardag, í Borgarbókasafninu í Gerðubergi kl. 13 til 17.
Stanslaus titringur nefnist sýning Siggu Bjargar Sigurðardóttur sem opnuð verður í dag, laugardag, í Borgarbókasafninu í Gerðubergi kl. 13 til 17. Segir um hana í tilkynningu að myndheimur Siggu Bjargar hafi gengið í gegnum ýmsar breytingar síðastliðið ár og þróast í nýjar áttir bæði hvað varðar efnisval og innihald. Sigga Björg teikni hömlulaust og leyfi öllu að flæða í óritskoðuðu vinnuferli og útkoman oftar en ekki sería af teikningum þar sem mannleg hegðun, frumstæðar kenndir og tilfinningar birtast í sínu hráasta formi.