Efstar Rosengård er með sex stiga forskot á toppnum í Svíþjóð.
Efstar Rosengård er með sex stiga forskot á toppnum í Svíþjóð. — Ljósmynd/FC Rosengård
Rosengård tapaði sínum fyrstu stigum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið heimsótti Íslendingalið Kristianstad.
Rosengård tapaði sínum fyrstu stigum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið heimsótti Íslendingalið Kristianstad. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård og Sif Atladóttir sömuleiðs hjá Kristianstad. Sveindís Jane Jónsdóttir, sem er að koma til baka eftir meiðsli, fór af velli hjá Kristianstad á 87. mínútu. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins sem er með 13 stig í þriðja sæti deildarinnar. Rosengård er hins vegar með 22 stig í efsta sætinu.