Vivian Robinson söng á Loftleiðum sumarið 1971. Engum sögum fer af ferðum hennar eftir það; sé nafninu slegið upp á Wikipediu kemur aðeins upp karlkyns enskur krikkettleikari, fæddur 1897 og látinn 1979.
Vivian Robinson söng á Loftleiðum sumarið 1971. Engum sögum fer af ferðum hennar eftir það; sé nafninu slegið upp á Wikipediu kemur aðeins upp karlkyns enskur krikkettleikari, fæddur 1897 og látinn 1979.
„Vivian Robinson heitir ung bandarísk kona, sem hefur víða komið við. Er hún m.a. kvikmyndaleikkona, útvarpsstjarna og hefur einnig komið fram í sjónvarpi. Hún er jafnframt tizkusýningarstúlka og söngkona.

„Vivian Robinson heitir ung bandarísk kona, sem hefur víða komið við. Er hún m.a. kvikmyndaleikkona, útvarpsstjarna og hefur einnig komið fram í sjónvarpi. Hún er jafnframt tizkusýningarstúlka og söngkona.“

Hún var ekki amaleg, kynningin sem konan sem skemmti gestum á Loftleiðum sumarið 1971 fékk í Morgunblaðinu.

Í fréttinni kom fram að Vivian Robinson hefði byrjað að syngja sjö ára gömul og hefði komið fyrst fram í sjónvarpi níu ára. „Í dag segist hún hafa verið að, og sagði að það væru fimmtán ár alls, sem hún hefði fengizt við að koma fram opinberlega.“

Robinson söng hér lög úr kvikmyndum, m.a. myndum sem hún hafði leikið í sjálf. „Uppáhaldslagið hennar er Mrs. Robinson, sem er framarlega víða erlendis.“ Nema hvað?

Robinson tjáði blaðinu að ekki væri tekið út með sældinni að vera leikkona í kvikmyndum og oft væri unnið frá klukkan sex að morgni til klukkan þrjú næstu nótt, og þá væru möguleikar á því að fólk væri orðið hálfvankað.

Loks sagði Robinson, að áheyrendur sínir á Íslandi væru mjög elskulegir, og aldrei hefðu jafn margar konur vottað sér vinskap og hérna.