Börn Alþingi samþykkti í gær fjögur lagafrumvörp um málefni barna.
Börn Alþingi samþykkti í gær fjögur lagafrumvörp um málefni barna. — Morgunblaðið/Ómar
Alþingi samþykkti í gær fjögur lagafrumvörp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, sem tengjast málefnum barna.

Alþingi samþykkti í gær fjögur lagafrumvörp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, sem tengjast málefnum barna.

Samkvæmt upplýsingum frá félags- og barnamálaráðuneytinu er um að ræða frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, frumvarp um Barna- og fjölskyldustofu og frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, auk frumvarps um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þá var þingsályktunartillaga um Barnvænt Ísland einnig samþykkt.

Ráðuneytið segir, að málin séu öll hluti af þeirri vinnu sem hafi farið fram í félagsmálaráðuneytinu undanfarin ár við að endurskoða og efla þjónustu og stuðning við börn og fjölskyldur. Um sé að ræða mestu breytingu sem gerð hafi verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi.

Með stofnun Barna- og fjölskyldustofu verður Barnaverndarstofa lögð niður og flest verkefni hennar flytjast til nýrrar stofnunar, sem mun sjá um uppbyggingu úrræða og yfirstjórn heimila og stofnana fyrir börn sem nú er í höndum Barnaverndarstofu. Þá mun stofnunin sinna stuðningi við sveitarfélög og aðra vegna þjónustu í þágu barna.