Góður Ciro Immobile fagnar öðru marki Ítala gegn Tyrkjum í Róm.
Góður Ciro Immobile fagnar öðru marki Ítala gegn Tyrkjum í Róm. — AFP
Ítalir minntu rækilega á sig í gærkvöld þegar þeir sigruðu Tyrki 3:0 í upphafsleik Evrópumóts karla í fótbolta á heimavelli sínum í Rómarborg frammi fyrir 23 þúsund áhorfendum.

Ítalir minntu rækilega á sig í gærkvöld þegar þeir sigruðu Tyrki 3:0 í upphafsleik Evrópumóts karla í fótbolta á heimavelli sínum í Rómarborg frammi fyrir 23 þúsund áhorfendum.

Ítalska liðið er augljóslega með mikið sjálfstraust eftir frábært gengi undanfarið undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir höfðu unnið átta síðustu landsleiki sína, síðan í október, án þess að fá á sig mark, og eru nú ósigraðir í 28 landsleikjum síðan í september 2018.

Þeir þurftu þó sjálfsmark frá Juventus-manninum Mereh Demiral til að brjóta ísinn á 53. mínútu en síðan fylgdu Ciro Immobile og Lorenzo Insigne því eftir með mörkum á 66. og 79. mínútu. Immobile lagði upp markið fyrir Insigne.

Wales og Sviss eru með þessum liðum í riðli og mætast í Bakú í dag. Ítalir spila líka leikina við Sviss og Wales í Róm og þeir eru þegar orðnir enn sigurstranglegri í A-riðlinum en þegar flautað var til leiks. vs@mbl.is