Gunnlaugur Pétur Valdimarsson frá Kollafossi í Miðfirði fæddist 25. mars 1950 á Hvammstanga. Hann lést 25. maí 2021.

Foreldrar hans voru Valdimar Daníelsson, f. 14. des. 1901, d. 19. mars 1974, og Guðbjörg Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, f. 18. maí 1919, d. 27. des. 1993.

Systkini Gunnlaugs: Helgi Ingvar, f. 24. júní 1931, d. 3. jan. 2006, Dóra Magnheiður, f. 17. des. 1954, og Ásmundur Smári, f. 2. júlí 1956. Uppeldisbróðir Gunnlaugs er Sigurður Eiríksson, f. 27. sept. 1940.

Börn Gunnlaugs eru fimm: 1) Þorbjörg, f. 14. apríl 1980. Móðir hennar er Guðrún Ragna Sveinsdóttir, f. 5. nóv. 1947, d. 13. apríl 2009. Sambýlismaður Þorbjargar er Benedikt Þór Kristjánsson, f. 10. mars 1979, þau eiga tvo syni, Bjarna Þór, f. 4. ágúst 2000, og Guðna Rafn, f. 16. september 2002.

Gunnlaugur átti fjögur börn með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Önnu Rósu Jóhannsdóttur, f. 25. nóv. 1958, en þau slitu sambúð haustið 1997. 2) Guðbjörg Sigurlaug, f. 23. nóv. 1981. Sambýlismaður hennar er Ingi Karl Sigríðarson, f. 17. okt. 1982. Guðbjörg á þrjú börn, Daníel Frey f. 27. sept. 2001, Úlfar Mána, f. 21. maí 2009, og Perlu Lind, f. 21. október 2011. 3) Jóhann Fannar, f. 12. júlí 1985. Jóhann á tvö börn, Jökul Mána, f. 25. feb. 2015, og Margréti Báru, f. 14. des 2016. 4) Valdimar Halldór, f. 12. júlí 1985. Sambýliskona hans er Aldís Olga Jóhannesdóttir, f. 24. júlí 1976. Valdimar á þrjá syni úr fyrra sambandi, Viktor Kára, f. 14. júlí 2006, Róbert Sindra, f. 14. feb 2011, og Tómas Braga, f. 6. jan. 2015. 5) Ólöf Eik, f. 19. júlí 1988. Eiginmaður hennar er Gunnar Pétursson, f. 14. sept. 1983. Dóttir þeirra er Áróra Eik, f. 12. nóv. 2009.

Útför Gunnlaugs fer fram frá Melstaðarkirkju í dag, 12. júní 2021, klukkan 14.

Streymt verður frá athöfninni. Stytt slóð á streymið:

https://tinyurl.com/uray6mf/.

Virkan hlekk má einnig finna á:

https://www.mbl.is/andlat/.

Gulli frændi hefur verið kallaður í sumarlandið. Það var erfitt að fá þær fréttir en við trúum því að þar líði honum vel. Það er farið að fenna yfir minningar okkar systra um árin hans á Kollafossi en við eigum margar góðar minningar um tímann með honum eftir að hann flutti aftur í Húnaþingið frá Dalvík. Gulli var alltaf með annan fótinn á Gilsbakkanum hjá foreldrum okkar og það voru oft líflegar umræðurnar við eldhúsborðið þegar Gulli kom í mat eða kaffisopa, hann hafði jú vissulega sterkar skoðanir á ýmsum málum. Við systur ólumst upp við það að Gulli frændi var með okkur á jólum og áramótum, hann mundi alltaf eftir afmælisdögunum okkar og seinna barnanna okkar. Hann sendi okkur alltaf jólakort eftir að við fórum að búa og fylgdist með því sem á daga okkar dreif. Síðustu mánuði er eins og eitthvað hafi breyst, heilsa hans fór að dala, það gustaði ekki jafn mikið af honum og við eigum minningar um, hann varð maður fárra orða. Það er skrítið að hugsa til þess að Gulli muni ekki kíkja í kaffi til mömmu og pabba næst þegar við komum heim á Gilsbakkann.

Elsku Tobba, Gugga, Valdi, Jói, Óla og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum.

Skrifuð á blað

verður hún væmin

bænin

sem ég bið þér

en geymd

í hugskoti

slípast hún

eins og perla í skel

við hverja hugsun

sem hvarflar til þín.

(Hrafn Andrés Harðarson)

Inga Rut og Valbjörg Rós.