Innsetning Kovacevic er austurrískur leikhúsframleiðandi og býr á Íslandi.
Innsetning Kovacevic er austurrískur leikhúsframleiðandi og býr á Íslandi.
Koddahjal – Endurhlaða nefnist innsetning eftir Sonju Kovacevic í Borgarbókasafninu í Grófinni sem gefur áhorfandanum innsýn í líf hælisleitenda og flóttamanna á Íslandi.
Koddahjal Endurhlaða nefnist innsetning eftir Sonju Kovacevic í Borgarbókasafninu í Grófinni sem gefur áhorfandanum innsýn í líf hælisleitenda og flóttamanna á Íslandi. Hátalarar hafa verið settir á samanbrjótanlega bedda, eins og notaðir eru sem rúm fyrir hælisleitendur og úr hátölurum heyrast síðan fjölmargar ólíkar frásagnir, segir í tilkynningu og að áhorfandanum bjóðist að leggjast niður og hlusta. Koddahjal var sýnt á Listahátíð í Reykjavík 2018 og hefur verið lagað að Borgarbókasafninu Grófinni. Samfara innsetningunni verður haldin vinnustofa, hugsuð til að kveikja umræður um efnið.