„Menntamálaráðherra fékk staðfest frá honum Hans sem er Dani og er yfir Norðurlandadeild Disney að þeir væru í þessum töluðu orðum að hlaða inn öllum íslensku titlunum, bæði hljóði og textum, og þetta verður komið fyrir mánaðarlok,“ segir...
„Menntamálaráðherra fékk staðfest frá honum Hans sem er Dani og er yfir Norðurlandadeild Disney að þeir væru í þessum töluðu orðum að hlaða inn öllum íslensku titlunum, bæði hljóði og textum, og þetta verður komið fyrir mánaðarlok,“ segir Jóhannes Haukur í samtali við Síðdegisþáttinn en hann fagnar því þessa dagana að Disney + skuli vera að setja bæði íslensku talsetninguna og textana inn á streymisveituna. Jóhannes segir að fullt af Íslendingum hafi óskað eftir talsetningunni, hann hafi svo blandað sér inn í umræðuna og að lokum hafi menntamálaráðherra sent bréf. Viðtalið við Jóhannes má nálgast í heild sinni á K100.is.