Ljómandi Höskuldur Ólafsson.
Ljómandi Höskuldur Ólafsson.
Kig & Husk nefnist nýstofnaður dúett tónlistarmannanna Franks Hall og Höskuldar Ólafssonar sem nú hefur sent frá sér fyrstu smáskífuna, „So long Holly“, af væntanlegri fyrstu breiðskífu sinni.

Kig & Husk nefnist nýstofnaður dúett tónlistarmannanna Franks Hall og Höskuldar Ólafssonar sem nú hefur sent frá sér fyrstu smáskífuna, „So long Holly“, af væntanlegri fyrstu breiðskífu sinni. Lag og texti eru innblásin af kvikmyndinni The Third Man frá árinu 1959 og þá sérstaklega ódauðlegri ræðu undir lok myndarinnar þar sem persóna Orson Wells upphefur áhrif ófriðar og átaka á menningarlegar framfarir, eins og segir í tilkynningu frá dúettinum.

Tónlist þeirra félaga hefur verið lýst sem poppuðu listarokki þar sem hefbundið tónlistarform er þanið út og óhljóðum stillt upp á móti melódískum lag- og sönglínum, skv. tilkynningu og allur hljóðfæraleikur í laginu, forritun, útsetningar og hljóðblöndun voru í höndum dúettsins en Paul Maguire sá um trommuleik.