Tónleikar í röðinni 15:15 verða haldnir í Breiðholtskirkju í dag, 12. júní, kl. 15:15. Kammerhópurinn Camerarctica flytur þá tvö kammerverk sem voru samin við upphaf 19.
Tónleikar í röðinni 15:15 verða haldnir í Breiðholtskirkju í dag, 12. júní, kl. 15:15. Kammerhópurinn Camerarctica flytur þá tvö kammerverk sem voru samin við upphaf 19. aldar og í tilkynningu sögð full af birtu og léttleika þar sem klassíkin og rómantíkin mætist í samhljómi klarínettu og strengja og heyrast þau nú þegar sólin skín hæst á lofti. Fluttur verður kvartett fyrir klarínettu og strengjatríó eftir sænsk-finnska tónskáldið Bernhard Crusell, glæsileg og gásgafull tónsmíð og kvintett fyrir klarínettu, fiðlu, tvær víólur og selló eftir tékkneska tónskáldið Franz Krommer þar sem þéttur kammerhljómur og léttleiki eru áberandi.