Formannskjör verður á aðalfundi Landverndar sem fram fer í dag. Einn stjórnarmaður tilkynnti óvænt í gærmorgun um mótframboð gegn sitjandi formanni. Tíu menn eru í stjórn Landverndar.

Formannskjör verður á aðalfundi Landverndar sem fram fer í dag. Einn stjórnarmaður tilkynnti óvænt í gærmorgun um mótframboð gegn sitjandi formanni.

Tíu menn eru í stjórn Landverndar. Á aðalfundinum í dag verður kosið um formann stjórnar til tveggja ára og fjóra stjórnarmenn til jafn langs tíma.

Tryggvi Felixson sem verið hefur formaður Landverndar undanfarin tvö ár tilkynnti í febrúar að hann gæfi kost á sér til endurkjörs. Í gærmorgun tilkynnti Páll Halldórsson líffræðingur, sem á sæti í stjórninni, að hann byði sig fram til formanns. Í raun geta allir kjörgengir félagsmenn boðið sig fram á fundinum. Aðalfundurinn verður í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík, og hefst klukkan 11.