BBC hefur greinilega trú á Kötlu.
BBC hefur greinilega trú á Kötlu. — Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Meðmæli Breska ríkisútvarpið, BBC, mælir sérstaklega með Kötlu, nýju þáttunum úr smiðju Baltasars Kormáks, á vefsíðu sinni, en þeir koma í heild sinni, átta talsins, inn á efnisveituna Netflix á fimmtudaginn kemur, 17. júní.
Meðmæli Breska ríkisútvarpið, BBC, mælir sérstaklega með Kötlu, nýju þáttunum úr smiðju Baltasars Kormáks, á vefsíðu sinni, en þeir koma í heild sinni, átta talsins, inn á efnisveituna Netflix á fimmtudaginn kemur, 17. júní. Tekið er fram að þetta sé fyrsta íslenska serían sem Netflix framleiðir að fullu og að bakgrunnurinn sé eldgos í Kötlu sem staðið hafi í heilt ár. Af öðru efni sem mælt er með í júní má nefna frönsku þættina Lupin á Netflix og Loka á Disney+.