Í Ísrael Þrír liðsmenn Hatara í Eurovison.
Í Ísrael Þrír liðsmenn Hatara í Eurovison.
Heimildarmyndin A Song Called Hate var um síðustu helgi valin besta norræna heimildarmyndin á Oslo Grand Pix-hátíðinni og keppti við sjö aðrar heimildarmyndir í sínum flokki.

Heimildarmyndin A Song Called Hate var um síðustu helgi valin besta norræna heimildarmyndin á Oslo Grand Pix-hátíðinni og keppti við sjö aðrar heimildarmyndir í sínum flokki. Segir í tilkynningu að þriggja manna dómnefnd hafi valið myndina og í umsögn hennar segi m.a. að myndin fái áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.

Myndin fjallar um þátttöku Hatara í Eurovision í Ísrael og er Anna Hildur Hildibrandsdóttir leikstjóri og framleiðandi myndarinnar. Hún tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún veitti þeim viðtöku á mánudaginn. Myndin hefur verið sýnd á 14 hátíðum víða um heim og hlotið fjölda tilnefninga. Hún verður sýnd á Doc'n Roll-hátíðinni í London 16. júní og verður það í fyrsta sinn sem áhorfendur geta komið í bíó til að sjá hana erlendis frá því hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá í október síðastliðnum.